O.J. - Frá betrunarheimili til frægðar 17. september 2007 14:48 O.J. Simpson á lögreglustöð í Las Vegas eftir handtökuna í gær. MYND/AFP O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann. Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
O.J. Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Hann gæti átt von á allt að 30 ára fangelsisdómi verði hann fundinn sekur um rán með hættulegu vopni. Simpson var lengi holdgervingur ameríska draumsins og ímynd hans þótti brúa bil kynþátta. Eftir morð fyrrverandi eiginkonu hans snarbreyttist það og gæfan brosir ekki við hetjunni lengur. Orenthal James Simpson er fæddur 9. júlí 1947 og alinn upp í San Fransisco. Ekki leit út fyrir að drengurinn yrði íþróttamaður, því þriggja ára greindist hann með beinkröm og þurfti að notast við heimagerðar stuðningsgrindur í tvö ár. Þrettán ára gamall gekk hann til liðs við götuklíku í borginni og var síðan komið fyrir á betrunarheimili tveimur árum síðar. Simpson hóf að spila amerískan ruðning í gagnfræðaskóla og öðlaðist frægð fyrir frábæra frammistöðu sem atvinnumaður. Þar öðlaðist hann gælunafnið The Juice. Hann lék með Buffalo Bills og San Fransisco 49´ers og var valinn besti leikmaður deildarinnar árin 1972 og 1973. Hann var vígður inn í frægðarhöll bandarískra íþróttamanna árið 1985. Simpson hóf kvikmyndaleikferil sinn árið 1974. Hann lék meðal annars í sjónvarpsþáttaröðinn Rætur og ýmsum kvikmyndum, þar á meðal Naked Gun myndunum. Um tíma leit út fyrir að hann myndi hreppa aðalhlutverkið í myndinni The Terminator, en ímynd hans sem "góða mannsins" þótti skemma fyrir trúverðugleika þorparans í myndinni. O.J. stofnaði síðan sitt eigið kvikmyndafyrirtæki Orenthal Productions sem framleiddu aðallega efni fyrir sjónvarp. Simpson giftist fyrri konu sinni árið 1967. Þau eignuðust þrjú börn, en skildu ári eftir að yngsta barnið, þá tveggja ára, drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar. Árið 1985 giftist hann hinni þýskættuðu Nicole Brown. Þau eignuðust tvö börn saman, en Nicole skildi við O.J. árið 1992 og sagði ofbeldishegðun hans orsökina. Árið 1994 fannst Nicole myrt fyrir utan heimili sitt ásamt vini sínum Ronald Goldman. Simpson var ákærður fyrir morðin. Hann gaf sig ekki fram við lögreglu sem endaði með eltingaleik lögreglu við O.J. og var sýnt beint í amerísku sjónvarpi. Eltingaleikurinn og réttarhaldið gegn honum eru meðal stærstu sjónvarpsviðburða í amerískri sjónvarpssögu. Sýnt var beint frá réttarhöldunum sem voru jafnan nefnd Réttarhöld sögunnar. Sýknuúrskurður vakti hörð viðbrögð og þótti auka kynþáttafordóma. Árið 1997 var Simpson dæmdur ábyrgur fyrir morðunum í einkamáli sem faðir Goldmans höfðaði gegn honum. Hann komst að mestu hjá því að greiða 33 milljón dollara skaðabætur til fjölskyldunnar vegna verndar á eftirlaunagreiðslum. Hann hélt því fyrri lífsstíl með greiðslum úr eftirlaunasjóði ruðningsmanna og flutti til Miami í Flórída, þar sem ekki er löglegt að taka heimili manneskju upp í greiðslu skuldar. Goldman fjölskyldan fékk þó andvirði Heisman verðlaunanna og þóknun sem Simpson fékk fyrir að birtast í tölvuleik. Simpson skrifaði bókina "Ef ég gerði það" árið 2006. Útgefandinn hætti við útgáfu hennar eftir mótmæli almennings. Gjaldþrotadómstóll framseldi síðan útgáfuréttinn til Goldman fjölskyldunnar sem gaf bókinni heitið "Ef ég gerði það: Játning morðingjans." Bókin kom út á fimmtudag, sama dag og minjagripaþjófnaðurinn átti sér stað. Fyrir morðið á Nicole Brown og Goldman var ímynd almennings af Simpsons ákaflega góð. Hann umgekkst hvíta jafnt sem svarta og þótti brúa bil kynþáttamunar og táknræns aðskilnaðar. Eftir morðið lagði hins vegar stór hluti almennings í Bandaríkjunum fæð á hann.
Erlent Tengdar fréttir Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Simpson í járnum OJ Simpson var handtekinn í gærkvöldi fyrir vopnað rán á hótelherbergi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Simpson segist einfaldlega hafa ætlað að ná í ýmsa muni úr eigin safni, sem hann segir að óprúttnir minjagripasalar hafi komist yfir með ólöglegum hætti. 17. september 2007 12:43