Viðskipti innlent

Eignaupptökum fjölgar í Bandaríkjunum

Eignaupptökur vegna skulda jukust mikið í Bandaríkjunum í ágúst.
Eignaupptökur vegna skulda jukust mikið í Bandaríkjunum í ágúst. Mynd/AFP

Upptaka banka og fjármálafyrirtækja á fasteignum og öðrum eignum í Bandaríkjunum vegna skulda einstaklinga voru 243.947 talsins í síðasta mánuði. Þetta er heilum 36 prósentum meira en í júlí og tvöfalt meira en á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar í Bandaríkjunum segjast óttast að þetta geti valdið nýrri öldu samdráttar á fasteignamarkaði vestanhafs.

Þetta kemur fram að mánaðarskýrslu bandarísku gagnaveitunnar Realty Trac, sem fylgist með þróun bandaríska fasteignamarkaðarins. James J. Saccacio, forstjóri fyrirtækisins, segir að þótt aukningin sé talsverð á milli mánaða þá sé hún mismikil á milli landsvæða. Ljóst þyki hins vegar að þetta geti verið vísbending um frekari skell þar sem æ fleiri eigi í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum.

Mest var upptökuaukningin í Nevada, Kaliforníu og Flórída. Skýringin liggur í því, að á þessum svæðum var mikil spákaupmennska á fasteignamarkaði og hefur fasteignaverð þar hækkað talsvert meira en í öðrum ríkjum Bandaríkjanna, að sögn Saccacio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×