Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar Guðjón Helgason skrifar 19. september 2007 12:16 Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa. Írakar ákváðu að svipta Blacwater starfsleyfi eftir að 11 almennir íraskir borgarar týndu lífi þegar verktakar svokallaðir á vegum fyrirtækisins skutu út í loftið á mannmörgu torgi í Bagdad á sunnudaginn. Fyrirtækið hefur samið um að sjá um að vernda alla starfsmenn utanríkisráðuneytisins bandaríska í Írak. Talsmaður Blackwater segir starfsmenn fyrirtækisins hafa einvörðungi skotið í sjálfsvörn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hét því í gær í samtali við Nouri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, að málið yrði rannsakað ítarlega. Það breytti því ekki að fyrirtækinu er nú bannað að starfa í Írak og verktökum þeirra bannað að bera vopn. Það var svo í morgun sem bandaríska sendiráðið í Írak sendi bandarískum borgurum í Írak yfirlýsingum þar sem segir að öllum ferðum sendifulltrúa út fyrir græna svæðið svokallaða í Bagdad verði hætt í óákveðinn tíma frá deginum í dag. Á meðan verði farið yfir öryggismál og vernd þeirra. Írakar ætla nú að fara yfir starfsemi erlendra fyrirtækja sem starfa í landinu og sinna öryggisgæslum. Mörg þeirra eru með milljónasamninga við Bandaríkjamenn og sjá um verk sem áður voru á könnu hersins. Verktakabransinn í Írak er margra milljarða virði. Talið er að svo kallaðir vopnaðir verktakar í landinu séu nú á bilinu tuttugu og fimm til þrjátíu þúsund en þó telja margir þá margfallt fleiri.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira