Rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann virðist hafa tekið nýja stefnu. Samkvæmt heimildum Sky News fréttastofunnar hefur portúgalska lögreglan ekki lengur í hyggju að kalla foreldra stúlkunnar til yfirheyrslu.
Samkvæmt heimildum Sky News liggja foreldrar Madeleine þó enn undir grun í málinu. Þá kemur ennfremur fram í frétt Sky News að lögregluyfirvöld í Portúgal kanni nú einnig aðrar vísbendingar.
Að mati sérfræðinga bendir þetta til þess að dómsyfirvöld í Portúgal telji að þau gögn sem saksóknari hefur undir höndum séu ekki nægjanleg til að höfða mál á hendur foreldrum Madeleine.
Kate og Gerry, foreldrar Madeleine, hafa bæði haft réttarstöðu grunaðs í rannsókn lögreglunnar um nokkurt skeið. Enn hefur þó ekkert komið fram sem hefur sannað eða afsannað sekt hjónanna.
Madeleine málið tekur nýja stefnu

Mest lesið






Af Alþingi til Fjallabyggðar
Innlent

Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Steindór Andersen er látinn
Innlent
