Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Sevilla þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Meistaradeildinni. Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Lyon og markalaust er hjá Sporting og Manchester United í Portúgal.
Cesc Fabregas skoraði markið sem skilur Arsenal og Sevilla að á Emirates, en skot hans hrökk af varnarmanni Sevilla og í netið. Í hinum leiknum í H-riðli er staðan 1-1 hjá Slavia Prag og Steua Búkarest.
Barcelona hefur yfir 1-0 gegn Lyon á Nou Camp þar sem Clerc skoraði sjálfsmark á 21. mínútu. Roma hefur yfir 1-0 gegn Dynamo Kiev og þá hefur Fenerbahce yfir 1-0 gegn Inter í Tyrklandi þar sem Deivid skoraði mark heimamanna. Markalaust erí leikjum PSC og CSKA Moskvu og Rangers og Stuttgart.