Auðvelt hjá Arsenal 19. september 2007 20:35 Fabregas fagnar marki sínu fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti