Umfangsmikil lögregluaðgerð á Fáskrúðsfirði 20. september 2007 09:22 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér. Pólstjörnumálið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar nú fyrir hádegið þar sem upplýsa á um þær lögregluaðgerðir sem fram fóru á Fáskrúðsfirði í morgun. Talið er að um stórt fíkniefnamál sé að ræða. Eins og greint var frá fyrr í morgun fór aðgerðin af stað eftir að skúta kom þar til hafnar snemma í morgun. Hennar beið aðkomubíll á bryggjunni, en að sögn sjónarvotta eystra var ökumaður hans handtekinn og settur í járn. Bryggjan var rýmd kl. 6 í morgun og hefur engum verið hleypt inn á hafnarsvæðið síðan. Síðan fór fjölmennt lið sérsveitarmanna og tollara um borð í skútuna og var hún flutt utan á varðskip, sem kom til Fáskrúðsfjarðar snemma í morgun í tengslum við aðgerðina. Þá hafa kafarar kafað í höfnina þar sem skútan var fyrst. Lögregla heldur heimamönnum frá vettvangi þannig að ekki liggur fyrir hvers lensk skútan er eða hvort fleiri hafa verið handteknir, og þaðan af síður af hverju þessi aðgerð er í gangi, því allir opinberir aðilar, sem að málinu koma, verjast allra frétta. Birgir Kristmundsson kranastjóri hjá Loðnuvinnslunni segir í samtali við Vísi að þegar hann mætti til vinnu sinnar við höfnina klukkan sex í morgun hafi honum verið vísað frá svæðinu. "Það var þarna fullt af ómerktum lögreglubílum og mannskap í kringum þessa skútu," segir Birgir. Hann vissi ekki hvers lensk skútan er þar sem engin flögg hefðu verið á henni. Gúmmíbátur frá varðskipinu er kominn út á fjörðin og virðast menn vera að leita að einhverju sem hugsanlega hefur verið hent frá borði á skútunni.Hægt er að fylgjast með blaðamannafundinum hér.
Pólstjörnumálið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira