Greið leið fyrir fíkniefnasmyglara víða um land 21. september 2007 13:00 Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi. Pólstjörnumálið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Ekki er virkt sólarhringseftirlit í öllum höfnum landsins og því meiri líkur á að greið leið sé fyrir fíkniefnasmyglara þar sem eftirliti er ábótavant. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Hann setur spurningarmerki við það að stjórnvöld verji miklu fé í hryðjuverkavarnir og segir að skoða verði hvernig fjármunum til eftirlits sé varið. Gísli var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann ræddi um öryggi í höfnum landsins í kjölfar frétta af umfangsmiklu fíkniefnasmygli á Fáskrúðsfirði sem upp komst í gær. Gísli segir að á síðustu 3-4 árum hafi eftirlitið í stærstu höfnum landsins eflst mikið. Það sé þríþætt og snúi í fyrsta lagi að eftirliti með öryggi og umferð, í öðru lagi að eftirliti með fiskveiðistjórnunarkerfinu og í þriðja lagi að vörnum gegn hryðjuverkum. Gísli segir kerfið betra en nokkru sinni „en það er hins vegar spurning hverning samhæfingin er milli einstakra þátta og á hvað er verið að leggja áherslu hverju sinni." Hann telur að málið á Fáskrúðsfirði ýti rækilega við mönnum að skoða kerfið heildstætt.Misbrestur á eftirliti með tilkynningum báta Aðspurður segir hann ákveðnar reglur í gildi um að öll skip eigi að tilkynna sig þegar þau komi innn í efnahagslögsöguna og einnig sólarhring áður en komið er til hafnar. Með vaxandi siglingum smærri skúta og báta hafi dottið upp fyrir í einhverjum tilvikum að fylgjast með því. Hann bendir á að litlum bátum sem koma til landsins yfir sumartímann hafi fjölgað mikið undanfarin ár og þeir skipti líklega hundruðum. Þá segir hann aðspurður að hafnir landsins séu afar misjafnar. Þær stærri séu með sólarhringsvaktir og geti því vel fylgst með umferðinni. „En svo eru auðvitað mjög margar miklu smærri hafnir sem eru ekki með sólarhringsvakt, fáa starfsmenn, jafnvel ekki nema hálft stöðugildi," segir Gísli og bendir á að á hluta Austurlands og Norðausturlands séu hafnir sem ekki séu með virkt eftirlit allan sólarhringinn. „Það eru meiri líkur á að það sé greið leið þar." Hann bendir enn fremur á að ekki þurfi einu sinni höfn til því hægt sé að komast ansi nærri landi á litlum bátum sem ekki séu allir með staðsetningartæki. Hið virka eftirlit verði því að vera á hafinu ekki síður en höfnunum. Gísli segir að skoða verði í hvað peningar til eftirlits fari. „Við erum að verja verulegum peningum í hryðjuverkavarnir, Er það akkúrat það sem við þurfum á að halda?" spyr Gísli. Aðspurður hvort hann telji að koma verði á fót sérstakri sjólögreglu segir Gísli að vísir að slíku sé þegar í Reykjavík. Lögreglan hafi brugðist við vaxandi umferð báta um Faxaflóa og sömuleiðis vaxandi bátaeign á Íslandi.
Pólstjörnumálið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum