Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í næstu viku þar sem nokkrir stórleikir verða á dagskrá. Einn af athygliverðari leikjunum verður án efa slagur Manchester United og Roma, en þar eiga Rómverjar sannarlega harma að hefna eftir útreiðina á síðustu leiktíð.
Liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem Rómverjarnir unnu 2-1 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en töpuðu svo síðari leiknum 7-1 á Old Trafford í ótrúlegum leik.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða í boði á rásum Sýnar í næstu viku:
Þriðjudagurinn 2. október
Man. Utd - Roma SÝN
Steaua - Arsenal SÝN Extra
Stuttgart - Barcelona SÝN Extra 2
Miðvikudagurinn 3. október
Liverpool - Marseille SÝN
Valencia - Chelsea SÝN Extra
Lazio - Real Madrid SÝN Extra 2