Cristiano Ronaldo segir að leikmaður Roma hafa grátbeðið sig um miskunn í 7-1 sigri United á Roma í Meistaradeildinni í vor.
Í kvöld kemur lið Roma aftur á Old Trafford eftir tapið stóra í apríl síðastliðnum.
Ronaldo átti frábæran leik og skoraði tvö mörk. „Þegar við vorum 6-0 yfir kom einn leikmanna þeirra upp að mér og nánast grátbað mig um að hætta að rekja boltann áfram,“ sagði Ronaldo og neitaði að gefa upp nafn leikmannsins.
Hann sagði enn fremur að andstæðingar sínir reyni ýmisleg brögð til að koma höggi á sig en hann lætur það ekki á sig fá. „Ég held áfram að spila minn leik.“