Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að lið hans hafi verið nokkuð heppið að fá þrjú stig úr leiknum gegn Roma í kvöld.
„Þeir fengu ansi góð færi og við getum talist nokkuð heppnir. Þetta var mjög góður sigur enda vorum við að mæta sterku liði. Við fengum að sjá flottan fótbolta í kvöld þó þetta hafi verið full taktískur bolti á köflum," sagði Sir Alex.
Hann hefur engar áhyggjur þó United virðist nánast bara geta unnið 1-0 sigra um þessar mundir. „Það eru mörg lið sem fara í gegnum svona tímabil en ég er sannfærður um að það standi ekki lengi yfir hjá okkur," sagði Sir Alex.