Það á ekki af foreldrum Madeleine McCann að ganga. Nú hefur Gerry McCann séð sig knúinn til að staðhæfa að hann sé líffræðilegur faðir stúlkunnar eftir getgátur í portúgölskum fjölmiðlum. Gerry sem er hjartasérfræðingur sendi frá sér yfirlýsingu vegna greinar í dagblaðinu 24 Horas.
Clarence Mitchell talsmaður fjölskyldunnar segir staðhæfingar blaðsins uppspuna. Þær séu bæði óréttmætar og órökstuddar.
Lögmenn hjónanna minntu ritstjóra í báðum löndum á það þeir fylgdust með umfjöllun um málið. Teymið myndi ekki hika við málshöfðun ef ástæða væri til.
