Erlent

Lestarsamgöngur í Frakklandi lamast vegna verkfalls

Búist er miklum töfum á lestarsamgöngum í Frakklandi í dag vegna verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi. Verkfallið hófst hófst klukkan sex í gær og stendur einn sólarhring.

Boðað var til verkfallsins til að mótmæla eftirlaunafrumvarpi Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta, en þar er lagt til að eftirlaunaaldur 500 þúsund ríkisstarfsmanna verði hækkaður um tvö og hálft ár.

Sarkozy hefur ítrekað að um nauðsynlegar umbætur sé að ræða en segist einnig vera tilbúinn til viðræðna við forystu verkalýðsamtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×