Mál Madeleine McCann kom til tals á fundi Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Socrates, forsætisráðherra Portúgals, í Lissabon í gær.
Ráðherrarnir ræddu meðal annars framgang rannsóknarinnar og samvinnu lögregluyfirvalda í löndunum tveim. Haft var eftir Gordon Brown í breskum fjölmiðlum í gær að þetta sé ekki fyrsta skipti sem talar við portúgalska starfsbróður sinn vegna málsins.
Ekkert hefur enn spurst til hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine síðan hvarf af hótelherbergi sínu í Algarve í Portúgal fyrir fimm mánuðum.
Ráðherrar funda um Madeleine McCann
