Vonir um konunglegt brúðkaup í Svíþjóð Guðjón Helgason skrifar 20. október 2007 12:25 Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum. Erlent Fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira
Sænskir miðlar gera því skóna að Viktoría krónprinsessa Svía ætli að ganga í það heilaga með kærasta sínum, Daniel Westling, á næsta ári. Sænska blaðið Expressen hefur undir höndum minnisblað frá utanríkisráðuneytinu þar sem kemur fram að óskað hafi verið eftir aukafjárveitingu frá hinum opinbera vegna undirbúnings fyrir brúðkaup í hirð sænsku konungsfjölskyldunnar. Blaðið hefur ekki upplýsingar um hvað óskað var eftir miklum fé en að það verði notað til að greiða yfirvinnu og ýmsan tilfallandi kosnað sem fylgir jafn umfangsmiklum atburði sem konunglegt brúðkaup sé. Ekki kemur fram hvaða hjónaleysi ætli að láta pússa sig saman en flestra augu beinast að hinni 30 ára gömlu Viktoríu krónprinsessu sem hefur lengi verið í sambandi við hinn þrjátíu og fjögurra ára gamal Daniel Westling. Yngri systkini hennar Karl Filipus, 28 ára, og Magdalena, 25 ára, eru einnig nefnd til sögunnar. Flestir horfa þó til Viktoríu. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir þetta gert til vonar og vara ef af brúðkaupi yrði - líkt og hefði verið gert í fyrra. Þetta væri hins vegar orðað með skýrari hætti nú og því ekki að undra að fjölmiðlar grípi þetta á lofti. Svía þyrstir í konunglegt brúðkaup en langt er síðan síðast. Það var 1976 þegar Karl Gústaf Svíakonungur gekk að eiga hana Silvíu sína. Það sem gæti þó skemmt fyrir er að Jóakim Danaprins tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að giftast sinni heittelskuðu, Marie Cavallier, næsta vor. Ekki er venjan að tvö stór konungleg brúðkaup séu sama sumarið í hinni stóru, samtvinnuðu norrænu konungsfjölskyldu og því hætt við að Viktoría þurfi að bíða vilji hún ganga í það heilaga með Daníel sínum.
Erlent Fréttir Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Sjá meira