Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Northern Rock fýkur

Sparifjáreigendur í biðröð við Northern Rock.
Sparifjáreigendur í biðröð við Northern Rock.

Stjórnarformaður breska bankans Northern Rock hefur axlað ábygð á óförum bankans og sagt af sér. Lán sem Northern Rock tekur í Englandsbanka eru komin upp í 16 milljarða sterlingspunda. Bankinn tekur að láni 400 milljónir sterlingspunda á dag.

Sparifjáreigendur hjá Northern Rock gerðu áhlaup á bankann þegar fregnir bárust af því að hann ætti í erfiðleikum vegna hinna ódýru húsnæðislána í Bandaríkjunum. Langar biðraðir mynduðust þegar viðskiptavinir mættu til þess að ná út sparifé sínu.

Ríkisstjórnin greip þá í taumana og lofaði að tryggja áframhaldandi rekstur Northern Rock. Það er gert með lánum frá Englandsbanka, sem eru tryggð af breskum skattgreiðendum. Lánin eru veitt með tryggingu í eignum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×