Eftir tólf bjóra þótti Matt Martin tími til kominn að fá sér sundsprett. Matt er frá Newcastle í Bretlandi, en var í sumarfríi í Queensland í Ástralíu. Matt tók gott tilhlaup og stakk sér út í vatnið. Beint ofan á stóran krókódíl.
Króksi kunni þessu frekar illa og reyndi að borða Matt. Matt barðist hinsvegar um á hæl og hnakka og tókst að skreiðast á landi. Skildi þar með þeim króksa.
Matt var talsvert laskaður í framan. En ölið var ennþá í honum, svo hann bara lagði sig og fór að sofa. Eftir nokkurra klukkustunda svefn voru verkirnir hinsvegar orðnir svo miklir að hann vaknaði og druslaðist loks á sjúkrahús, þar sem hann var saumaður saman.
Veiðivörður í Queensland sagði; "Að drekka áfengi og fara svo að synda er slæm hugmynd. Að stinga sér út í vatn fullt af krókódílum er enn verri hugmynd."