Óraunsæ áfengisrómantík Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. október 2007 07:00 Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á Alþingi Íslendinga hefur nú í fimmta sinn verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu lagaákvæða sem varða sölu áfengis og tóbaks. Inntak frumvarpsins er að sala á léttvíni og bjór verður leyfð í almennum verslunum og verðlagning gefin frjáls. Fylgismenn frumvarpsins halda því fram að frelsisskerðing felist í að þurfa að kaupa vín í sérstökum verslunum sem reknar eru af íslenska ríkinu. Víninu (og bjórnum) er líkt við matvöru og spurt hvers vegna neytendum sé ekki treyst til að kaupa hvítvínið á sama stað og fiskurinn fæst og rauðvínið í ostabúðinni. Áhyggjur þingmannanna væru skiljanlegar ef fyrirkomulag áfengissölu væri vont á Íslandi en svo er alls ekki. Áhugafólk um eðalvín og aðra áfenga drykki á kost á að kaupa vín í nærri 50 vínbúðum um allt land sem mörgum hefur verið valinn staður í nágrenni við aðrar verslanir, til dæmis stórar matvöruverslanir. Í vínbúðunum er mikið úrval og þjónusta góð. Vínbúðirnar hafa þróast í takt við kröfur tímans, frá því að vera fáar og nokkuð vel faldar verslanir þar sem söluvarningurinn var afgreiddur yfir búðarborð og viðskiptavinum gafst ekki einu sinni kostur á að taka sér númer. Ekki verður séð að það sé goðgá fyrir neytendur að fara í vínbúð til að kaupa vín, rétt eins og margir hafa ánægju af að fara í ostabúð til að kaupa ost og fiskbúð til að kaupa fisk. Vissulega er sá munur á að ríkið hefur einkasölu á áfengi og rekur því vínbúðirnar. Og hvers vegna er það? Það er vegna þess að áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er vímuefni og þar með ekki sambærilegt við annan varning sem seldur er í almennum verslunum, þótt óhollur sé. Sala áfengis hlýtur því að verða að lúta öðrum lögmálum. Landlæknir og forstöðumaður Lýðheilsustöðvar hafa báðir lýst andstöðu sinni við frumvarp þingmannanna. Sömuleiðis SÁÁ en sá félagsskapur hefur á ferli sínum safnað gríðarlegum upplýsingum um umfang áfengisvandans á Íslandi. Ljóst er að áfengisneysla er með stærstu heilsufars- og fjölskylduvandamálum á Íslandi. Það er í besta falli barnaskapur að ímynda sér að sala á léttvíni og bjór í matvöruverslunum breyti engu um það eða breyti því jafnvel til hins betra. Áfengismenning Íslendinga verður ekki eins og Ítala við það að gera íslenskum neytendum kleift að kaupa áfengi í almennum verslunum. Íslensk áfengismenning sver sig í ætt við menningu nágrannaþjóðanna þar sem reynslan sýnir beint samhengi milli aðgengis að áfengi og heilsufarslegra og samfélagslegra vandamála í tengslum við áfengisneyslu. Binda verður vonir við að þingmenn hlýði á ráð þeirra sem þekkja best umfang áfengisvandans og láti þau vega þyngra en röksemdir sem snúa að verslunarfrelsi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun