Spænskir sparkmiðlar gera mikið úr því að Eiður Smári Guðjohnsen verði nú í byrjunarliði Barcelona í fyrsta skipti í rúma fjóra mánuði þegar liðið sækir Rangers heim í Meistaradeildinni.
Eiður var síðast í byrjunarliðinu gegn Espanyol í júníbyrjun en í kvöld verður honum væntanlega fengið nýtt hlutverk á miðjunni. Goðsögnin Eusebio er hrifinn af þeirri hugmynd.
"Það er fín hugmynd að stilla honum upp á miðjunni því hann hefur áður leyst það hlutverk með miklum sóma. Hann er sterkur leikmaður með góða tækni og á eftir að styðja vel við bakið á mönnunum í framlínunni," sagði Eusebio á heimasíðu Barcelona.