Hún er ekkert slor, framlínan sem Barcelona teflir fram í leiknum við Rangers í Meistaradeildinni í kvöld.
Eins og fram hefur komið í dag er Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Barcelona og með honum í sóknarlínu liðsins verða snillingarnir Ronaldinho, Leo Messi, Xavi og Thierry Henry.
Sannarlega óárennilegur flokkur manna þar á ferðinni, en þeir eiga væntanlega erfitt verkefni fyrir höndum á Ibrox í kvöld, þar sem Eiður mun spila á miðjunni.
Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra 2 og hefst útsending klukkan 18:30.
Byrjunarlið Barcelona í kvöld: Valdés, Milito, Puyol, Xavi, Eiður Smári, Iniesta, Ronaldinho, Henry, Messi, Thuram, Abidal.