Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Einar Jökull Einarsson skuli sitja í einangrun til 1. nóvember næstkomandi en verjandi hans hafði kært úrskurðinn.
Einar er grunaður um að vera annar höfuðpauranna í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallað sem upp komst í síðasta mánuði. Hann er sá eini af þeim sem í gæsluvarðhaldi sitja sem enn er gert að dúsa í einangrun.
Einar Jökull hefur verið í einangrun í næstum fimm vikur.
Hæstiréttur staðfesti einangrunarvist
Andri Ólafsson skrifar

Mest lesið






Af Alþingi til Fjallabyggðar
Innlent


Jónas Ingimundarson er látinn
Innlent


Steindór Andersen er látinn
Innlent