Eiður Smári: Ég nýt mín á Spáni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. október 2007 17:45 Eiður Smári gantast á æfingu með félögum sínum á Ibrox-vellinum í Glasgow fyrr í vikunni. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá." Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði eftir leik Rangers og Barcelona í gær að enska úrvalsdeildin heillaði hann ekki í augnablikinu. Þetta sagði hann í viðtali við fréttamann Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir leikinn í gær sem lyktaði með markalausu jafntefli. Eiður var í byrjunarliðinu, lék allan leikinn og þótti standa sig mjög vel. Hann var spurður hvort það freistaði ekki að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. „Ég fylgist auðvitað vel með ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði það mjög gott á Englandi en eins og er nýt ég mín á Spáni. Mínar pælingar ná ekki út fyrir landamæri Spánar." Hann sagði að hann yrði út tímabilið hjá Barcelona, að minnsta kosti. „Ég á enn tvö og hálft ár eftir af samningi mínum. Það segir allt sem segja þarf. En auðvitað var erfitt að missa af undirbúningstímabilinu vegna meiðslanna. En nú er ég heill heilsu og ætla að nýta hverju einustu mínútu sem ég fæ til að sýna mína hæfileika. Ég fékk níutíu mínútur í kvöld og það var mjög gott." Eiður sagði einnig að það hafi verið ákveðin vonbrigði að hafa ekki unnið leikinn miðað við hversu mikið Börsungar voru með boltann. Hann viðurkenndi þó að úrslitin hafi verið sanngjörn. „Á Nou Camp verður þetta allt öðruvísi leikur. Þar getum við nýtt svæðin betur og aukið hraðann á leik okkar, þar með sett meiri pressu á þá."
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20 Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47 Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Sjá meira
Rijkaard hrósar Eiði Smára Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, var mjög ánægður með frammistöðu Eiðs Smára Guðjohnsen í leiknum gegn Rangers í Meistaradeildinni í gærkvöldi. 24. október 2007 10:20
Kannski er Eiður ekki eins slæmur og við héldum Pistlahöfundurinn Joan Maria Batille er einn þeirra sem fara fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í gær. Hann segir menn loksins vera búna að fatta að Eiður Smári sé í raun bestur á miðjunni. 24. október 2007 10:47
Skínandi endurkoma hjá Eiði Smára Spænska blaðið Sport fer fögrum orðum um Eið Smára Guðjohnsen eftir leikinn gegn Rangers í Meistaradeildinni í gær. "Eiður skein bjart í endurkomunni," sagði blaðið. 24. október 2007 10:34