Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, tekur ekkert mark á gagnrýni Lionel Messi, leikmanns Barcelona.
Liðin gerðu markalaust jafntefli á Ibrox-vellinum í Meistaradeildinni í vikunni. Messi gagnrýndi leikstíl Rangers og sagði þá spila „and-fótbolta" (anti-football).
„Mönnum er frjáls að segja það sem þeir vilja," sagði Smith. „Hann hefur sína skoðun á málinu og er það í góðu lagi mín vegna."
Rangers mætir Dundee Unted í skosku úrvalsdeildinni um helgina og segir Smith að það engin afsökun dugi þá, þrátt fyrir að það sé mikill munur á því að mæta Barcelona í Meistaradeildinni og svo andstæðingi í skosku úrvalsdeildinni nokkrum dögum síðar.
„Við þurfum á stöðugleikanum að halda. Við þurfum að gera okkar besta í öllum leikjum, sama hver andstæðingurinn er."
Celtic og Rangers eru efst og jöfn í skosku úrvalsdeildinni með 22 stig. Celtic er með örlítið betra markahlutfall.