Enn mótmælt í Búrma Guðjón Helgason skrifar 31. október 2007 12:21 Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot. Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira
Rúmlega 200 búddamunkar mótmæltu herforingjastjórninni í Búrma í morgun. Mótmælin voru friðsamleg. Ekki er búist við að mótmælt verði víðar og að fleiri taki þátt vegna þess hversu hart var tekið á umfangsmiklum mótmælum í stærstu borgum Búrma í síðasta mánuði. Herforingjastjórnin í Búrma tók hart á mótmælendum í lok síðasta mánaðar. Á nokkrum dögum var bundin endir á aðgerðir búddamunkanna sem höfðu gengið dag eftir dag um götur Rangún og annarra borga og krafist lýðræðis. Almenningur hafði gengið í lið með þeim og lýðræðishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg á örfáum dögum. Mótmælin urðu þau umfangsmestu í landinu í tvo áratugi. Í fyrstu svöruðu herforingjarnir ekki af fullri hörku eins og talið var nær fullvíst - en að lokum var látið sverfa til stáls. Minnst tíu féllu í átökum og fjölmargir voru handteknir. Síðan hefur verið rólegt á götum Búrma en loftið lævi blandið. Það var svo í morgun sem fréttir bárust af því að rúmlega 200 búddamunkar hefðu gengið í gegnum þorpið Pakkoku og krafist lýðræðis með friðsömum hætti. Ólíklegt er þó talið að mótmælin verði jafn umfangsmikil og í síðasta mánuði. Svar herforingjanna hafi verið nægilega harkalegt til að skjóta skelk í bringu mótmælenda. En um leið og mótmælt var í morgun bárust fréttir af því að mörg þúsund börn væru í her Búrma. Það eru bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch sem greina frá þessu í nýúkominni skýrslu. Þar segir að tíu ára gömul börn séu með ofbeldi og hótunum neydd til að skrá sig í herinn. Þetta mun gert til að fjölga í hernum en of fáir sem hafi aldur til vilji skrá sig og margir sem hafi skráð sig gerist liðhlaupar skömmu síðar. Stjórnvöld í Búrma hafa fullyrt að þau reyni að koma í veg fyrir að börn starfi fyrir herinn en fulltrúar Human Rights Watch vilja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna refsi stjórnvöldum í Búrma harðlega fyrir þessi meintu mannréttindabrot.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Sjá meira