Þingkosningum frestað Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 11:56 Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði. Erlent Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði.
Erlent Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira