Ragnar Bragason leikstjóri kom sá og sigraði á Eddunni. Hann hlaut fern verðlaun. Kvikmynd hans, Foreldrar, hlaut alls sex verðlaun. Foreldrar var valin besta myndin. Ragnar fékk verðlaun fyrir leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir voru valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverkum og Bergsteinn Björgólfsson fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir, hlaut tvenn verðlaun.
Eftirtaldir aðilar hlutu Edduverðlaun árið 2007:
Hljóð og tónlist
Gunnar Árnason fyrir myndina Köld slóð
Útlit myndar
Árni Páll Jóhannsson fyrir myndina Köld slóð
Myndataka og klipping
Bergsteinn Björgúlfsson fyrir myndina Foreldrar
Stuttmynd
Bræðrabylta
Heimildarmynd ársins
Syndir feðranna
Sjónvarpsmaður ársins
Egill Helgason
Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins
Kompás / Út og Suður
Menningar- og/eða lífstílsþáttur ársins
Kiljan
Skemmtiþáttur ársins
Gettu Betur
Leikkona eða leikari ársins í aukahlutverki
Jörundur Ragnarsson fyrir myndina Veðramót
Leikari ársins
Ingvar E. Sigurðsson fyrir myndina Foreldrar
Leikkona ársins
Nanna Kristín Magnúsdóttir fyrir myndina Foreldrar
Handrit ársins
Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og leikhópurinn fyrir Foreldra
Leikstjóri ársins
Ragnar Bragason fyrir myndina Foreldrar
Leikið sjónvarpsefni ársins
Næturvaktin
Heiðursverðlaun
Árni Páll Jóhannsson leikmyndahönnuður.
Mynd ársins
Foreldrar
Áhorfendur kusu Næturvaktina, sem sýnd er á Stöð 2, sjónvarpsþátt ársins.
