Gerry McCann, faðir týndu stúlkunnar Madeleine, ætlar að hefja fulla vinnu um áramót. Hjónin Gerry og Kate McCann hafa helgað sig leitinni að dóttur sinni sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal í Maí og verið í ólaunuðu leyfi.
Gerry, sem er hjartalæknir, hefur þegar hafið störf á spítala í Leicester en vinnur bara nokkra tíma á viku á meðan hann reynir að koma fjölskyldulífinu í eðlilegt horf á ný. Kate McCann, sem er heimilislæknir, segist hins vegar ekki getað hugsað sér að snúa aftur til vinnu fyrr en Madeleine kemur í leitirnar.

