Vitni segir rafbyssu hafa verið óþarfa Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:19 MYND/AP Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun. Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Maður sem tók myndir af því þegar kanadíska lögreglan notaði rafbyssur á annan mann,með þeim afleiðingum að hann lést, segir ekki hafa verið þörf á svo harkalegum viðbrögðum. Lögreglan á Íslandi íhugar að taka slíkar byssur í notkun. Robert Dziekanski beið eftir móður sinni á flugvellinum í Vancouver. Hann var fertugur, kunni ekki stakt orð í ensku og nýkominn úr fyrstu flugferð sinni. Þau fórust á mis og hann missti stjórn á skapi sínu af hræðslu. Lögregla notaði rafbyssu til að róa hann og yfirbuga. Dziekanski lést í átökunum. Krufning hefur ekki leitt í ljós hvað olli dauða hans. Atvikið var fest á filmu en lögregla birti upptökuna fyrst í gær að ósk móður Dziekanskis. Paul Pritchard, sem tók atvikið upp á myndband, segir hann hafa myndað það í fyrstu sem skemmtiatriði. En þegar lögregla hafi notað rafbyssuna hafi Dziekanski gefið frá sér hryllilegt óp sem sé fast í huga hans. Pritchard segist aldrei hafa skynað það að hann væri líklegur til vandræða eða ógn. Hann hafi ekki haft sig þannig í frammi. Kona á vettvangi hafi meira að segja gengið beint að honum og reynt að róa hann. Pritchard segir hegðun Dziekanskis vissulega hafa verið órökrétta en hans mat var að maðurinn hafi verið hræddur. Pritchard segir athyglisvert að lögregla hafi tekið myndbandið af sér eftir atburðinn og ekki viljað láta hann fá það aftur. Það veki spurningar. Talsmaður lögreglu segir málið í rannsókn. Myndbandið sé aðeins eitt sönnunargagn af mörgum. Kanadískir miðlar segja átján manns hafa látist í Kanada frá 2003 eftir að rafbyssa hafi verið notuð á viðkomandi. Í yfirlýsingu frá framleiðendum rafbyssanna - Taser International - er dauði Dziekanskis harmaður. Rannsókn hafi sýtn að rafbyssa hafi ekki valið dauða verið völd að dauða í tilvikunum átján - og myndbandið bendi til að það sama eigi við nú. Lögregla hér á landi íhuga nú að taka rafbyssur sem þessar í notkun.
Erlent Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira