Kærasta Murats hótar lögsókn Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 21. nóvember 2007 14:38 Robert Murat hefur legið undir grun í sex mánuði. MYND/AFP Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina. Madeleine McCann Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Kærasta Roberts Murats segist hafa verið á fundi Votta Jehóva 16 kílómetra frá íbúð McCann fjölskyldunnar þegar Madeleine var rænt. Michaela Walczuch hótar lögsókn vegna ásakana um að hún hafi sést með stúlkuna tveimur dögum eftir að hún hvarf 3. maí síðastliðinn. Sviðsljósið hefur nú aftur beinst að Walczuch og kærasta hennar Robert Murat sem var fyrstur opinberlega grunaður í málinu. Portúgalskur vörubílsstjóri hefur sagt leynilögreglumönnum á vegum Kate og Gerry McCann að hann hafi séð konu sem líktist Michaelu haldandi á barni sem líktist Madeleine um 40 kílómetra frá íbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz. Annað vitni segist hafa séð Walczuch í bæ í Marokkó 15. júní á sama tíma og hún sá ljóshærða stúlku sem líktist Madeleine. Isabel Gonzalez sagðist vera viss um að ljóshærð kona sem hún hitti 15. júní væri hin 34 ára Michaela Walczuch. Hún sagði að konan og maður sem leit út fyrir að vera evrópskur hefðu stungið mjög í stúf í bænum Zaio. Hún tilkynnti lögreglu strax um að hún teldi stúlkuna vera Madeleine en var sagt að það væri ólíklegt þar sem talið væri að stúlkan væri látin. Isabel ákvað að tjá sig um málið eftir að hún heyrði að portúgalski vörubílsstjórinn hefði haldið því fram að hann hefði séð Walczuch með stúlku sem líktist Madeleine 5. maí, tveimur dögum eftir að hún hvarf. Hún sagðist alltaf hafa verið viss um að hafa séð Madeleine; „og nú er ég jafn viss um að ljóshærða konan sem ég sá þennan dag var kærasta Murats." Isabel segist hafa séð hvernig lítil ljóshærð stúlka var dregin yfir götuna og hún hafi strax hugsað með sér að þetta væri Madeleine. Stúlkan hafi verið með eldri konu með múslimaslæðu sem labbaði hratt og reyndi að fela andlit sitt fra bílum sem keyrðu hjá. Vinna eftir kenningu um aðild banraklámhringsPortúgalska lögreglan og leynilögreglumenn McCann hjónanna rannsaka nú bæði tilfellin og mögulega tengingu á milli þeirra. Þeir vinna eftir kenningunni um að stúlkunni hafi verið rænt eftir pöntun barnaníðinga í barnaklámhring. Ræninginn hafi talið að Madeleine væri auðveld bráð. Stjórnendur barnaklámhringsins hafi ekki áttað sig á því að stúlkan væri með sterkt sérkenni í auga sem gerði það að verkum að hún væri mjög auðveldlega þekkjanleg. Þeir hafi fyllst skelfingu þegar lýsingu á henni hafi verið dreift um Algarve og kallað til annan hóp til að fara með stúlkuna úr landi. Vörubílsstjórinn sem ekki hefur verið nafngreindur gæti hafa séð þegar barnið var fært frá einum hópnum til annars nálægt bænum Silves, 160 kílómetra frá Praia da Luz. Walczuch var yfirheyrð af lögreglu eftir að Murat fékk réttarstöðu grunaðs í málinu. Þau hafa verið í sambandi í tvö ár. Portúgalska lögreglan segir að konan geti ekki verið tengd málinu. Hún mun hafa verið á fundi Votta Jehóva þegar stúlkan hvarf og hefur alfarið neitað aðild að málinu. Murat hefur verið grunaður í hálft ár en lögregla hefur ekki nægileg gögn til að ákæra hann. Lögreglumenn munu ekki lengur telja að málið gegn McCann hjónunum sé byggt á traustum grunni. Rannsóknin virðist því vera á frumstigi enn eina ferðina.
Madeleine McCann Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira