Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Lyon í Meistaradeild Evrópu á morgun.
Eiður var í byrjunarliði Barcelona gegn Recreativo í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og lék fyrstu 60 mínúturnar í 3-0 sigri liðsins.
Thierry Henry og Oleguer munu ekki fara með liðinu til Barcelona vegna smávægilegra meiðsla. Lilian Thuram og Ronaldinho koma í hópinn í þeirra stað.