„Ég er virkilega ánægður. Ekki bara útaf markinu heldur vegna þess að við unnum þennan leik," sagði Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmark Manchester United gegn Sporting Lissabon í kvöld.
Ronaldo var keyptur til United frá Sporting en hann skoraði sigurmarkið í báðum viðureignum þessara liða í riðlinum. „Ég er stoltur af þessu marki. Ég hef æft aukaspyrnur vel og það var gaman að sjá boltann í markinu," sagði Ronaldo.
„Við lékum illa í fyrri hálfleik en komumst í gang í þeim síðari og áttum skilið að vinna þennan leik."
AC Milan, Barcelona, Manchester United, Inter, Sevilla, Roma og Arsenal hafa öll tryggt sér áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að ein umferð sé eftir af riðlakeppninni.