Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer fram á laugardegi frá og með árinu 2010 þar sem Wembley verður einn þeirra leikstaða sem kemur til greina.
Þetta er hluti af þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á fyrirkomulagi í Meistaradeildinni og kynntar voru fyrr í dag.
Ólympíuleikvangurinn í Berlín, Allianz Arena í Munchen, Mestalla í Valencia og Bernabeu í Madríd koma líka sterklega til greina sem gestgjafar á úrslitaleiknum árið 2010.
Breytingarnar á Meistaradeildinni verða þær að á milli 2009 og 2012 munu 22 lið tryggja sér beina þáttöku í Meistaradeildinni í stað 16 liða áður. Helstu atriði keppninnar haldast óbreytt þar sem 32 liðum verður skipti í átta fjögurra liða riðla sem síðan fara í 16-lliða úrslit. Liðin sem enda í þriðja sæti fara í Uefa keppnina.
Þá var tilkynnt að Intertoto keppnin verði lögð af og keppnisfyrirkomulagi í Uefa keppninni verði breytt.