Fótbolti

Seedorf sjötti maðurinn í 100 leiki

NordicPhotos/GettyImages

Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf varð í gærkvöld sjötti maðurinn til að spila sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu þegar hann spilaði með AC Milan í 1-0 sigri á Celtic.

Ryan Giggs hjá Manchester United þarf aðeins einn leik til viðbótar til að komast í þennan sérstaka hóp leikmanna, en félagar hans Gary Neville og Paul Scholes eiga ekki langt í land með að ná 100 leikja takmarkinu.

Leikjahæstu menn í Meistaradeildinni frá upphafi:

Raul - Real Madrid 113 leikir

Roberto Carlos - Fenerbahce og Real Madrid 112 leikir

Paolo Maldini - Milan 107 leikir

David Beckham - Manchester United og Real Madrid 103 leikir

Oliver Kahn - Bayern Munchen 103 leikir

Luis Figo - Barcelona, Real Madrid og Inter 100 leikir

Clarence Seedorf - Ajax, Real Madrid og Milan 100 leikir

Ryan Giggs - Man Utd 99 leikir

Gary Neville - Man Utd 98 leikir

Paul Scholes - Man Utd 97 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×