Hin þöglu svik Ögmundur Jónasson skrifar 18. janúar 2008 00:01 Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar frjálshyggjumenn hafa hafist handa um að keyra heilbrigðiskerfið út í einkarekstur er óhjákvæmilegt að fólk beini sjónum sínum að samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, Samfylkingunni og kalli hana til ábyrgðar. Þótt samskiptin í ríkisstjórn gangi greinilega út að gefa hverjum ráðherra frelsi til að fara sínu fram í „sínu ráðuneyti“, þá verður ekki horft framhjá tvennu: Í fyrsta lagi er skipting ráðuneyta á ábyrgð beggja stjórnarflokkkanna. Samfylkingin verður að horfast í augu við þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn stýrir heilbrigðisráðuneytinu með hennar samþykki og á hennar ábyrgð. Í öðru lagi breyta ákvarðanir um innbyrðis verkaskiptingu ekki því að gjörðir einstakra ráðherra eru á ábyrgð ríkisstjórnarinnar allrar. Samfylkingin hefur vissulega daðrað nokkuð við hugmyndir um einkarekstur á ýmsum sviðum, einnig í heilbrigðiskerfinu. Þar hefur varaformaður flokksins meira að segja haft sig talsvert í frammi. Á sama tíma hefur Samfylkingin hamrað á því að hún sé félagshyggjuflokkur en ekki flokkur fjármagnseigenda. Á þeirri forsendu veittu margir kjósendur henni brautargengi í síðustu þingkosningum. Nú hafa rök verið færð fyrir því að gjörðir Sjálfstæðisflokksins grafi undan almannareknu heilbrigðiskerfi og styrki einkarekstrarkerfi að sama skapi. Ég þarf að taka á því til að trúa því að Samfylkingin ætli að láta þetta gerast óátalið. Þögn og afskiptaleysi fela í sér afstöðu. Þögn er sama og samþykki segir gamalt máltæki. „Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”, segir í þýðingu Bjarna Jónsonar frá Vogi á gömlu kvæði eftir norska skáldið Arne Garborg. Það eru orð að sönnu. Hvað skyldi kjósendum Samfylkingarinnar finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga þeirra Geirs og Guðlaugs Þórs í ríkisstjórninni? Höfundur er alþingismaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun