Neitar að gefa upp nafn höfuðpaursins 1. febrúar 2008 00:01 Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma. Pólstjörnumálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Einar Jökull Einarsson, 28 ára Kópavogsbúi, neitaði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að gefa upp nafn mannsins sem hann segir hafa staðið að baki innflutningstilraun á miklu magni verksmiðjuframleiddra fíkniefna. Einar Jökull játaði að hafa skipulagt innflutninginn og fengið aðra sem eru ákærðir til að aðstoða sig. „Ég átti að fá ákveðnar prósentur af þessu,“ sagði Einar Jökull en hann sagði engar upphæðir, eða fíkniefnamagn, hafa verið nefndar. Lögreglan greip Alvar Óskarsson og Guðbjarna Traustason með um fjörutíu kíló af verksmiðjuframleiddum fíkniefnum, amfetamíni og MDMA, í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni 20. september. Alvar og Guðbjarni sigldu efnunum til landsins á skútu frá Danmörku, með viðkomu í Hjaltlandseyjum og Færeyjum. „Þetta var auðvitað áhætta en við fylgdumst með veðri og svona, áður en farið var að stað,“ sagði Einar Jökull er Guðjón Marteinsson dómari spurði hvernig Einari Jökli hefði dottið í hug að skipuleggja siglingu á lítilli skútu yfir Atlantshafið á þessum árstíma. „Þetta átti upphaflega að gerast í ágúst en tafðist,“ sagði Einar Jökull. Hann sagðist jafnframt hafa „gert þetta áður“ og fundist það gaman. „Ég er bara ævintýrakarl,“ bætti hann við. Einar Jökull sagðist hafa hitt Bjarna Hrafnkelsson, einn ákærðu, „fyrir tilviljun“ í Danmörku þegar hann var að undirbúa innflutninginn. „Hann lá bara vel við höggi og ég ákvað að fá hann til þess að pakka efnunum,“ sagði Einar Jökull. Bjarni sagðist hafa pakkað hluta efnanna eftir að hafa fallist á að gera það eftir fund sinn og Einars Jökuls á veitingastaðnum Hard Rock í Kaupmannahöfn. „Ég sé eftir þessari ákvörðun [...] Ég var í mikilli óreglu og hef verið síðan ég var unglingur,“ sagði Bjarni en hann neitar alfarið að hafa komið að skipulagningu á innflutningi efnanna. Arnar Gústafsson, einn ákærðu, játaði að hafa heimilað geymslu á efnunum í sumarbústaðarlandi tengdaforeldra sinna í Rangárvallasýslu. Hann sagði Marinó Einar Árnason, sem játaði að hafa átt að taka við efnunum á Fáskrúðsfirði, hafa átt að koma efnunum til sín. „Ég hafði hugmynd um að þetta væru fíkniefni en vissi ekki að þetta væri svona mikið. Það kom mér á óvart,“ sagði Arnar. Marinó Einar játaði þátt sinn en sagðist með engu móti hafa skipulagt innflutninginn. Dómur í málinu verður kveðinn upp innan mánaðartíma.
Pólstjörnumálið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira