Úttekt á öllu klabbinu 20. febrúar 2008 00:01 Geir H. Haarde Allar góðar hugmyndir vel þegnar. Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Viðskiptaráð hefur lagt til að peningastefnan verði endurskoðuð. Það hafa aðrir gert, til að mynda Friðrik Már Baldursson prófessor. Ingimundur Friðriksson Seðlabankastjóri sagðist í samtali við Markaðinn ekki fráhverfur því. Stjórnmálamenn virðast ekki alveg fráhverfir því heldur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að sjálfsagt sé þörf á að endurskoða peningastefnuna. „En það þarf að gera með jafnaðargeði.“ Meta þurfi reynsluna af verðbólgumarkmiðsstefnunni sem verið hafi við lýði frá 2001. „Nú er komið árið 2008 og það er full ástæða til að meta hvernig til hefur tekist og meta hvort ástæða sé til að gera á þessu einhverjar leiðréttingar eða breytingar. Og gefa sér tíma til þess.“ „Mér finnst að það ætti að gera heildarúttekt á öllu heila klabbinu. Þar væri skoðaður hlutur ríkisstjórnar, Seðlabankans og einkageirans,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ingibjörg SÓlrún Gísladóttir Sjálfsagt að endurskoða peningastefnuna. Viðskiptaráð leggur til að farið verði í endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Steingrímur segir að taka eigi út hluti á breiðari grundvelli. Þverpólitískt samstarf stjórnmálaflokka ætti að leiða til heildarúttekar á þróun íslenska hagkerfisins og pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum undanfarin ár. „Það er ekki til nein ókeypis sársaukalaus lausn þegar búið er að klúðra hagstjórn í einu landi.“ Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjö ár séu ekki langur tími þegar peningamálastefna sé annars vegar. „En auðvitað skoðum við allar hugmyndir.“ Steingrímur J. Sigfússon Það þarf að gera heildarúttekt á öllu klabbinu. Ingibjörg Sólrún bendir á að umræðan eigi ekki bara að snúast um krónur og evrur. Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið og þar með myntbandalag sé miklu stærri spurning. „Þetta er í rauninni val um samfélagsgerð. Menn hafa farið dálítið í kringum þetta eins og kettir í kringum heitan graut.“ Brýnasta verkefnið nú sé að taka til hér heima. „Það hafa verið gerð ýmis hagstjórnarmistök á undanförnum árum. Við verðum að fara yfir þetta og sjá hvernig við getum undið ofan af þessu, náð niður vöxtum og viðskiptahalla.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira