Í einangrun í fimm mánuði í Færeyjum 13. mars 2008 00:01 Samtals ellefu vitni verða leidd fram í dómssal í Færeyjum þegar aðalmeðferð í máli Íslendingsins fer fram. Þess verður krafist að hann sitji í gæsluvarðhaldi og einangrun þar til vitnaleiðslum er lokið. Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins. Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Íslendingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Færeyjum frá 20. september vegna meintrar aðildar að Pólstjörnumálinu, er enn í einangrun. Hann var síðast úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun 7. mars. Hann áfrýjaði til æðra dómsstigs, sem staðfesti úrskurðinn á mánudag. Maðurinn sem er 25 ára hefur setið í einangrun í rétta tæpa fimm mánuði, eða megnið af tímanum frá því að hann var handtekinn. Frá þessu greinir Linda Margarete Hasselberg saksóknari í málinu í samtali við Fréttablaðið. Hún segir enn fremur að gæsluvarðhald yfir manninum renni næst út 4. apríl. Þá verði krafist áframhaldandi gæsluvarðhaldsvistar og einangrunar þar til vitnaleiðslur hafi farið fram í dómssal, en þar verður málið tekið fyrir 7. apríl. Íslendingurinn er ekki einungis ákærður fyrir vörslu á 1,8 kílóum af e-töfludufti og amfetamíni. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið á móti og haft í vörslum sínum tæplega 40 kíló af amfetamíni, e-töflum og e-töfludufti meðan Pólstjörnumennirnir höfðu viðdvöl með skútu sína í Færeyjum. Henni sigldu þeir síðan hingað til lands með 40 kílóin innanborðs eins og kunnugt er og voru teknir af lögreglu við komuna til Fáskrúðsfjarðar. Sakborningarnir í því máli hafa hlotið þunga dóma. Tæp tvö kíló af efnunum fundust eftir heimsókn Pólstjörnumannanna í skotti bifreiðar Íslendingsins í Færeyjum. „Ákvörðunin þann 7. mars um áframhaldandi gæsluvarðhald og einangrun var tekin á þeim grunni að koma í veg fyrir að maðurinn geti haft áhrif á yfirstandandi rannsókn lögreglu, til að mynda á vitni,“ segir saksóknari. „Þegar það rennur út þann 4. apríl verður krafist framlengingar yfir honum til 11.apríl, eða þar til aðalmeðferð málsins lýkur. Þess verður krafist að hann sæti bæði gæsluvarðhaldi og einangrun til loka hennar. Eftir það getur hann ekki haft áhrif á framburð vitna. Loks fer það eftir þyngd dómsins hvort sett verður fram krafa um að maðurinn hefji afplánun strax og hann liggur fyrir.“ Saksóknari segir að samtals ellefu vitni verði leidd fyrir dóminn. Þau séu frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Það verður síðan í höndum kviðdóms að ákvarða sekt eða sýknu Íslendingsins.
Pólstjörnumálið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira