Bændasamtökin grunuð um að starfa fyrir bændur Ögmundur Jónasson skrifar 1. apríl 2008 00:01 Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Samkeppnisstofnun hefur minnt á sig. Hinn 7. mars síðastliðinn birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni, „Sátt um hækkanir nauðsynleg". Hér var vísað til hækkunar á mjólkurverði sem þá var til umræðu. Og Bændasamtökin vildu samkvæmt Morgunblaðinu sátt um verðhækkanir. Samkeppnisstofnun þótti nú mælirinn fullur og hefur óskað eftir því að fá í hendur afrit af þingskjölum og fundargerðum nýafstaðins búnaðarþings svo og samþykktir og ályktanir, minnisblöð og tölvupósta sem ritaðir hafa verið eftir 1. september á síðasta ári! Í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins í tilefni af frétt Morgunblaðsins þar sem hvatt er til sátta um verðbreytingar segir m.a.: „Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur fréttin til kynna að Bændasamtök Íslands og einstök búnaðar- og búgreinasamtök hafi seilst of langt í hagsmunagæslu fyrir félagsmenn sína..." Og nú þarf að leggjast í rannsóknir - eða hvað? Er verið að hafa okkur að háði og spotti? Er Samkeppniseftirlitið orðið endanlega galið? Eru Bændasamtök Íslands ekki hagsmunasamtök íslenskra bænda? Hef ég misskilið eitthvað? Ber þeim ekki beinlínis skylda til að vinna að hagsmunum bænda? Í Verðlagsnefnd búvara eiga sæti fulltrúar íslensks launafólks. Þeirra á meðal fulltrúi BSRB. Sá fulltrúi, Elín Björg Jónsdóttir, varaformaður bandalagsins, tók þátt í ströngum samningaviðræðum um mjólkurverðið. Fyrir sitt leyti var hún, sem aðalsamningamaður BSRB, ætíð í nánu samráði við sitt bakland. Að lokum varð því til niðurstaða í lýðræðislegu samhengi. Bændasamtökin fengu sínum ítrustu kröfum ekki framgengt. En fallist var á málamiðlun í anda þess sem Bændasamtök Íslands höfðu hvatt til: Að málalyktir yrðu í eins mikilli „sátt" og kostur væri. Nú spyr ég í fullri hógværð. Er forsvaranlegt að verja fjármunum almennings í rannsókn á því hvort Bændasamtök Íslands hafi beitt sér í þágu bænda? Í mínum huga hefðu samtökin brugðist hlutverki sínu ef þau hefðu ekki gert það. En hvað með hlutverk Samkeppniseftirlitsins? Er ekki tími til kominn að fara að hyggja að því?Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar