Vill reisa jarðhýsi og bílskúr við Esjuberg 9. apríl 2008 05:00 Þingholtsstræti 29a. Húsið reisulega sem byggt var árið 1916 og nú er verið að endurnýja og stækka með viðbyggingu við norðurgaflinn vinstra megin á myndinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“ Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjárfestirinn Ingunn Wernersdóttir hyggst reisa viðbyggingu með niðurgröfnum kjallara og bílskúr við hús sitt á Þingholtsstræti 29a. Samkvæmt uppdráttum arkitektastofunnar Argosar verður nýja byggingin í líkum stíl og gamla húsið sem byggt var árið 1916. Á efri hæðinni verður bílskúr með anddyri. Þar fyrir ofan verður bílastæði með aðkomu frá Grundarstíg. Undir bílskúrnum og bílastæðinu verður stórt rými með heitum potti, gufubaði, búningsherbergjum og þvottahúsi. Innangengt verður frá báðum hæðum nýju byggingarinnar í gamla húsið. Eins og fram kom í viðtali við Ingunni í Fréttablaðinu fyrir tveimur mánuðum þarfnaðist Þingholtsstræti 29a mikils viðhalds utan sem innan. Hún hefur hins vegar verið að láta taka húsið í gegn hátt og lágt og hyggst standsetja það sem fjölskylduhús. Í húsinu voru lengst af höfuðstöðvar Borgarbókasafns Reykjavíkur, allt frá árinu 1952 til ársins 2000. Síðast bjó þar norski listmálarinn Odd Nerdrum, sem seldi Ingunni húsið í fyrra. Erindi Ingunnar var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Spurðist Argos fyrir hönd Ingunnnar fyrir um það hvort henni yrði heimilað að reisa umrædda viðbyggingu. „Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst,“ segir í afgreiðslu skipulagsfulltrúa. Þingholtstræti 29a er sögufrægt hús og ein þeirra bygginga í miðbæ Reykjavíkur sem mestan svip setja á umhverfi sitt. Stefán Örn Stefánsson, arkitekt hjá Argos, játar því að viðbúið sé að margir muni láta sig útlit viðbyggingarinnar varða. „Yfirbragðið verður það sama og í gamla húsinu, til dæmis verður kopar á þaki,“ segir Stefán, sem ekki væntir andstöðu við áformin. „Þetta verður nú ekki fyrir viðbyggingu að sjá. Ofanjarðar er þetta fyrst og fremst bílskúr. Þetta verður voðalega lítið áberandi en bætir fyrst og fremst aðstöðuna í húsinu.“
Hús og heimili Tengdar fréttir Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30 Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nerdrum selur Ingunni Borgarbókasafnshúsið Listmálarinn Odd Nerdrum er fluttur heim til Noregs og hefur selt milljarðamæringnum Ingunni Wernersdóttur húsið að Þingholtstræti 29a. Nerdrum greiddi 100 milljónir fyrir húsið en söluverðið fæst ekki gefið upp. 27. júlí 2007 02:30
Blæs nýju lífi í glæsivillu Ingunn Wernersdóttir fjárfestir er að breyta Þingholtstræti 29a aftur í fjölskylduhús. „Það er verið að endurnýja húsið og gera það í eins upprunalegri mynd og hægt er,“ segir Ingunn. 7. febrúar 2008 05:30