Einkavæðingin á Alþingi í dag Ögmundur Jónasson skrifar 9. september 2008 05:00 Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar Skoðun Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki „Gullamaður“ heldur Sjálfstæðismaður Guðni Ívar Guðmundsson skrifar Skoðun Lykillinn að nýrri öld mannlegrar snilligáfu Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Staða hjúkrunar Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar Skoðun Fjarskipti eru mikilvægir innviðir til framtíðar Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Áslaug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga Einar Hannesson skrifar Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við þingfrestun í vor var fallist á að skjóta á frest afgreiðslu frumvarps Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, um nýja Sjúkratrygginga- og innkaupastofnun á heilbrigðissviði. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það byggi á reynslu Svía og Breta. Þessar þjóðir hafi haldið út á markaðstorgið með heilbrigðisþjónustu sína en hin nýja stofnun á einmitt að auðvelda þessa vegferð. Með því að fá afgreiðslu frumvarpsins frestað sumarlangt vildu menn skapa svigrúm til að grafast fyrir um afleiðingar kerfisbreytinganna í Svíþjóð og Bretlandi. Það gekk ekki eftir. Heilbrigðisnefnd Alþingis var aldrei kölluð saman í sumar. Og ekki er að sjá að stjórnarmeirihlutinn hafi lyft litla fingri til að kynna sér málin ef undan er skilin hraðsuðuheimsókn heilbrigðisnefndar Alþingis til Stokkhólms í vikunni áður en þing kom saman. Ferðin var farin undir handarjaðri verktakafyrirtækisins sem skipuleggur markaðsvæðingarátak heilbrigðisráðherrans! Stjórnarandstaðan hefur hins vegar notað tímann og viðað að sér upplýsingum. Hverju skyldi sú rannsóknarvinna hafa skilað? Í ljós kemur að um þróunina í Svíþjóð er engin sátt. Markaðsvæðingin í heilbrigðiskerfi Svía sætir þvert á móti vaxandi gagnrýni. Útboð í heilbrigðisþjónustunni eru á undanhaldi vegna þess að þau gáfu ekki góða raun. Frá Bretlandi hafa einnig borist varnaðarorð. Einn helsti sérfræðingur Breta á þessu sviði, Allyson Pollock, prófessor við Edinborgarháskóla, sagði í erindi sem hún flutti hér á landi að umræddu frumvarpi svipaði til löggjafar í Bretlandi frá þeim tíma sem Bretar hófu vegferðina með heilbrigðiskerfi sitt inn á markaðstorgið undir leiðsögn Margrétar Thatcher. Grundvallarbreytingar á samfélaginu á ekki gera umræðulaust. En þegar stjórnarmeirihlutinn er annaðhvort hlynntur einkavæðingu eða einfaldlega svo latur að hann nennir ekki að kynna sér málin er úr vöndu að ráða. Það er dapurlegt til þess að hugsa að vegna sinnuleysis á Alþingi, andvaraleysis almennings og doða fjölmiðlanna kunni frjálshyggjunni að takast að eyðileggja heilbrigðiskerfið okkar. Allt til þess eins að hleypa einkavinunum öllum á garðann svo þeir geti gert heilbrigðisþjónustu landsmanna sér að féþúfu. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda? Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar