Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan 21. júlí 2008 00:01 Kamela með hvolpinn sem eftir lifir Kamela keypti tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins. Dýr Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins.
Dýr Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira