Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, segir að hans menn hafi komið færandi hendi í leikinn gegn Roma í kvöld. Roma vann leikinn 3-1 og er Scolari ekki ánægður með gjafmildi sinna manna.
Spennan í A-riðli er mikil eftir úrslit kvöldsins. „Við gáfum Roma of mörg tækifæri. Við gerðum of mörg mistök, gáfum lélegar sendingar og vorum illa staðsettir," sagði Scolari í viðtali eftir leik.
„Eftir að við fengum á okkur fyrsta markið kom upp óöryggi í okkar leik og við gáfum þeim fleiri færi," sagði Scolari en Chelsea var að tapa sínum fyrsta leik í riðlinum. Scolari er þó ekki mjög áhyggjufullur.
„Þetta er allt í góðu lagi enn. Allir riðlarnir eru erfiðir. Við töpuðum þessum leik og önnur lið narta í hælana á okkur. Við lékum ekki vel í kvöld og áttum ekki skilið að fá neitt út úr þessum leik."