Marseille vann 1-0 útisigur á Brann í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku báðir allan leikinn í vörn Brann.
Birkir Már Sævarsson var einnig í byrjunarliði Brann en var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleik. Ármann Smári Björnsson og Gylfi Einarsson voru varamenn en komu ekkert við sögu.
Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins í forkeppni Meistaradeildarinnar en þetta voru fyrri leikir þessara liða.
Álaborg - Kaunas 2-0
Anorthosis Famagusta - Olympiakos 3-0
Barcelona - Wisla Krakow 4-0
Twente Enschede - Arsenal 0-2
Galatasaray - Steaua Bucharest 2-2
Guimaraes - Basle 0-0
Juventus - Artmedia Petrzalka 4-0
Levski Sofia - BATE 0-1
Partizan Belgrade - Fenerbahce 2-2
Brann - Marseille 0-1
Schalke - Atletico Madrid 1-0
Shakhtar Donetsk - Dinamo Zagreb 2-0
Sparta Prag - Panathinaikos 1-2
Spartak Moskva - Dynamo Kiev 1-4
Standard Liege - Liverpool 0-0