Verstu viðskipti ársins 2008 31. desember 2008 00:01 Róbert Wessman Salt Investments, fjárfestingarfélag Róberts Wessmans, missteig sig með eftirtektarverðustum hætti á árinu í kaupum á hlut í Glitni, að mati valnefndar Markaðarins. Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká Markaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Margir voru til kallaðir í vali á verstu viðskiptum ársins 2008, enda kannski af nógu að taka. Með þann vafasama heiður að bera sigur úr býtum í þessu vali var Róbert Wessman, en fjárfestingarfélag hans Salt keypti hlut í Glitni fyrir 5,7 milljarða króna föstudaginn 26. september, en á mánudagsmorgni var tilkynnt um þjóðnýtingu bankans. Salt var sjöundi stærsti hluthafi Glitnis og leiddar að því líkur að félagið tapaði við þjóðnýtinguna og virðisrýrnun eignarinnar um fimm milljörðum króna. Svo varð reyndar ekki úr þessum kaupum ríkisins, bankinn fór í greiðslustöðvun og hluthafar töpuðu öllum sínum hlut. Glitnir kemur reyndar við sögu í næstverstu viðskiptum ársins samkvæmt valinu, en þeir voru litlu færri sem vildu tilnefna yfirtöku ríkisins á Glitni í aðdraganda bankahrunsins sem verstu viðskiptin. „Formaður bankastjórnar Seðlabankans keypti þrjá fjórðu hluta Glitnis banka fyrir 600 milljónir evra sem jaðrar við hrakvirði. Þetta hljóta að vera viðskiptamaður og viðskipti ársins,“ segir einn þeirra sem leitað var til um tilnefningar hvað varðar þá hluti sem upp úr standa í viðskiptum ársins. „Um leið eru þetta verstu viðskipti ársins,“ bætir svo viðkomandi við. „Kaup Róberts Wessman í Glitni eða kaup ríksisins á 75 prósenta hlut í sama banka sem ýtti skelfilegri atburðarás af stað,“ segir annar sem erfitt á með að gera upp á milli verstu viðskiptanna, enda kannski bara um að ræða tvær hliðar á sama peningi. Um fyrirhugaða þjóðnýtingu Glitnis segir annar að öll umgjörð og aðferðafræði þar hafi skaðaði íslenskt efnahagslíf stórkostlega umfram það sem hefði þurft. „Í kjölfarið hrundu bankarnir og margir fjárfestar, sem ætluðu að hagnast með ríkinu, brenndu fingur. Þessi díll var harðskafi,“ segir annar um þjóðnýtingu Glitnis í septemberlok. Þá eru nefndir til sögu fleiri fjárfestar sem brenndu sig á falli bankanna eða þóttu eiga vafasöm viðskipti því tengdu. Nokkrum er ofarlega í huga Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem í gegn um fjárfestingarfélag sitt Q-Iceland Holding keypti um fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna undir lok september, skömmu fyrir hrun bankanna. „En í ljósi þess hve lítið þau viðskipti vigta í hans eignasafni eru þau ekki sett hér fremst,“ segir einn álitsgjafi Markaðarins. - óká
Markaðir Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira