Bakkabræður forðuðu þroti Existu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 9. desember 2008 18:04 Bakkabræður rýna í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu, ætla ekki að sitja einir að félaginu þegar birtir til á fjármagnsmörkuðum. Mynd/GVA Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana. Markaðir Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira