Reynslan hjá Kristrúnu kom þarna í ljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2008 22:28 Kristrún Sigurjónsdóttir Mynd/Anton "Það er alltaf svekkjandi að tapa en kannski er það enn meira svekkjandi að tapa svona þegar maður er kominn inn í framlengingu í hausnum. Þetta var slagurinn um toppinn og hugsanlega höfðu Haukarnir þetta á reynslunni," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars eftir þriggja stiga tap fyrir Haukum í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Ari var þó ekki óánægður með sitt lið. "Ég er mjög stoltur af stelpunum og sérstaklega af því að þær komu til baka tvisvar sinnum í leiknum eftir að Haukarnir höfðu náð forskoti. Það þurfti að berja í þær trúna og það er það sem hefur verið að há liðinu á móti Keflavík og svo í fyrsta leikhluta í kvöld. Það er eins og þær hafi ekki nógu mikla trú á þessu," sagði Ari en Haukar náðu mest 15 stiga forskoti í 1. leikhlutanum og voru 28-15 yfir eftir hann. Þegar 23 sekúndur voru eftir voru Haukar með boltann og tóku leikhlé. Hamar var 76-73 yfir en hvað lagði Ari upp í vörninni. "Við erum þremur stigum yfir og ég bað þær um að gefa þeim ekki þriggja stiga skot. Þær náðu að loka á þriggja stiga skotið hjá Slavicu sem var búin að setja niður mörg stór skot til þessa í leik. Kristrún var ekki búin að hitta neitt en þarna kom reynslan hjá henni í ljós og hún kann að setja svona skot ofan í," sagði Ari en Kristrún Sigurjónsdóttir jafnaði leikinn þegar 12 sekúndur voru eftir. Ari hefur engar áhyggjur þrátt fyrir að Hamarsliðið hafi tapað tveimur leikjum í röð. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir mitt lið. Það eru allir sárir núna og eflaust eru einhverjir að leita að einhverjum sökudólgi. Ég ríf þær upp af rassgatinu strax á fyrstu æfingu á morgun og fer að undirbúa þær fyrir næsta leik," sagði Ari en næsti leikur Hamars er gegn Snæfelli í Stykkishólmi. Dominos-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
"Það er alltaf svekkjandi að tapa en kannski er það enn meira svekkjandi að tapa svona þegar maður er kominn inn í framlengingu í hausnum. Þetta var slagurinn um toppinn og hugsanlega höfðu Haukarnir þetta á reynslunni," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari Hamars eftir þriggja stiga tap fyrir Haukum í toppslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Ari var þó ekki óánægður með sitt lið. "Ég er mjög stoltur af stelpunum og sérstaklega af því að þær komu til baka tvisvar sinnum í leiknum eftir að Haukarnir höfðu náð forskoti. Það þurfti að berja í þær trúna og það er það sem hefur verið að há liðinu á móti Keflavík og svo í fyrsta leikhluta í kvöld. Það er eins og þær hafi ekki nógu mikla trú á þessu," sagði Ari en Haukar náðu mest 15 stiga forskoti í 1. leikhlutanum og voru 28-15 yfir eftir hann. Þegar 23 sekúndur voru eftir voru Haukar með boltann og tóku leikhlé. Hamar var 76-73 yfir en hvað lagði Ari upp í vörninni. "Við erum þremur stigum yfir og ég bað þær um að gefa þeim ekki þriggja stiga skot. Þær náðu að loka á þriggja stiga skotið hjá Slavicu sem var búin að setja niður mörg stór skot til þessa í leik. Kristrún var ekki búin að hitta neitt en þarna kom reynslan hjá henni í ljós og hún kann að setja svona skot ofan í," sagði Ari en Kristrún Sigurjónsdóttir jafnaði leikinn þegar 12 sekúndur voru eftir. Ari hefur engar áhyggjur þrátt fyrir að Hamarsliðið hafi tapað tveimur leikjum í röð. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir mitt lið. Það eru allir sárir núna og eflaust eru einhverjir að leita að einhverjum sökudólgi. Ég ríf þær upp af rassgatinu strax á fyrstu æfingu á morgun og fer að undirbúa þær fyrir næsta leik," sagði Ari en næsti leikur Hamars er gegn Snæfelli í Stykkishólmi.
Dominos-deild kvenna Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira