Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði 47-81 fyrir Svíþjóð í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Danmörku. Sænska liðið leiddi frá byrjun og hafði sextán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 17 stig, Hildur Sigurðardóttir og Signý Hermannsdóttir voru með sex stig.
Ísland leikur fjóra leiki í röð, gegn Noregi á fimmtudag, Finnum á föstudag og loks gegn Dönum á laugardag.