Barcelona og Sporting Lissabon tryggðu sér bæði sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en Börsungum var fyrst og fremst meiðsli Andrés Iniesta í huga í gær.
Iniesta meiddist er Barcelona gerði 1-1 jafntefli gegn Basel í C-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Hann tognaði á lærvöðva og er talið að hann gæti jafnvel verið frá í sex vikur.
Barcelona er með tíu stig í C-riðli og Sporting Lissabon átta. Shaktar Donetsk er með þrjú stig og Basel eitt.
Xavi, leikmaður Barcelona, náði þó merkum áfanga í gær er hann lék sinn 100. leik í Evrópukeppninni og er hann fyrsti leikmaður Börsunga sem nær þeim áfanga. Þrír spænskir leikmenn eiga meira en 100 Evrópuleiki að baki - Raul, Fernando Morientes og Fernando Hierro.