Minning Göggu 23. október 2008 06:00 Engel Lund - Gagga (1900-1996) Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira