Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel." Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira